Félag
trérennismiða
á Íslandi

Skrá þig

Fundir

Fundir eru haldnir í smíðaverkstæði Fjölbrautarskóla Breiðholts við Hraunberg. Lóðin er girt framan við húsið og þar er sumarhús í smíðum. Fundirnir eru síðasta laugardag í september, október, nóvember og svo aftur í janúar, febrúar og mars, þeir hefjast stundvíslega kl.10.00 f.h. Í apríl er svo farið í vorferðalag.
Félagar fá tilkynningar um fundi í tölvupósti. 
Tilkynning kemur einnig inn á Facebook-hópinn ´Trérennismiðir´.

Fréttir

Janúaráskorun ´26

Fyrsta áskorun 2026 er að renna eitthvað úr tveimur viðartegundum.Það er hægt að líma saman tvær viðartegundir og renna svo eða gera verkefni þar sem hlutir eru úr sitthvorri viðartegundinni, […]

Lesa nánar
Streymi og upplýsingar frá nóvemberfundi - 29.11.25

Hér er upptaka frá nóvemberfundinum. Örn sagði frá Þýskalandsferð nokkura félaga. Önnur ferð er á dagskrá á næsta ári og voru 2 sæti laus þegar kynning fór fram. Júlíana fór […]

Lesa nánar
Nóvemberfundur - 29.11.25

Þá er loksins komið að næsta fundi, laugardaginn 29. nóvember n.k. kl. 10 árdegis.Fundurinn verður haldinn í trésmíðadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti (við Hraunberg).Minni á að framkvæmdir standa yfir við trésmíðadeildina […]

Lesa nánar
Streymi, upplýsingar og góðgerðaráskorun frá sept.fundi - 27.09.25

Hér er upptaka frá septemberfundinum (fundur byrjar á 14:00). Á þessum fyrsta fundi vetrarstarfsins fór Andri yfir algengustu rennijárnin, hlutverk þeirra og notkun. Þessar upplýsingar/upprifjun á járnunum var meðal þess […]

Lesa nánar
Skoða meira

Um félagið

Stofnfundur félagsins var haldinn þann 24. júni 1994 í húsakynnum Smíðadeildar KHÍ, Skipholti 37 í Reykjavík.
Stofnun félagsins bar fremur brátt að og var því haldinn framhaldsstofnfundur í Gerðubergi þann 14. febrúar 1995.
Á þann fund mættu 32 menn og var ákveðið að allir þeir sem gengju í félagið það ár teldust með sem stofnfélagar
og voru þeir orðnir 80 áður enn árinu lauk.

Myndir (í vinnslu)

2 október, 2025
30 ára afmælisviðburður - Sýning ljósmynduð

Félagið fagnaði 30 ára starfi í rými Handverks og hönnunar að Eiðistorgi 15.Félagið tók yfir rýmið í 30 daga, allan aprílmánuð ársins 2025.1. - 15. apríl: Vinnustofa í 15 daga, […]

Skoða meira
Allur réttur áskilinn. Félag trérennismiða á Íslandi.